Svarta María (lögreglubifreið)

Svarta María var heiti, sem haft var um lögreglubifreiðar á Íslandi eftir miðja 20. öld. Ástæðan var sú að bílarnir voru svartir og frekar auðkennilegir til að sjá. Þessir bílar voru af Chevrolet gerð, allstórir og traustir bílar, með klefa aftur í, þar sem hægt var að troða inn nokkrum handteknum í einu ef þörf var á og flytja til næstu lögreglustöðvar eða fangageymslu eftir atvikum.

Bandarísk Svarta María í Minnesota 1909