Svarðmý
Svarðmý (fræðiheiti Sciaridae) er ætt flugna sem finnast oftast í röku umhverfi. Svarðmý eru skaðvaldur í svepparækt og finnast oft í blómapottum í heimahúsum og eru oft áberandi í gróðurhúsum. Þegar hefur verið lýst um 1700 tegundum af svarðmý en talið er að mörgum sinnum fleiri tegundir sem einkum lifa í hitabeltinu séu ekki ennþá uppgötvaðar. Yfir 600 tegundir af svarðmý eru þekktar í Evrópu. Á Íslandi eru taldar vera 16 tegundir svarðmýs.
Fullþroska svarðmý eru litlar dökkar flugur 1 - 11 mm langar en vanalega undir 5 mm. Lirfur margra svarðmýstegunda lifa á sveppaþráðum í mold.
Heimildir
breyta- Sciaridae á ensku wikipedia
- Fjölrit Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins Nr. 1 Janúar 1992 bls.2