Svörtuloftaviti er 9,5 metra hár steinsteyptur ferstrendur viti sem stendur á Skálasnaga ofan við hamrabeltið Svörtuloft á utanverðu Snæfellsnesi. Núverandi viti var reistur 1931 eftir teikningu Benedikts Jónssonar, en áður hafði þar verið 10 metra hár stálgrindarviti frá 1914. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)W 10s (2 hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).

Svörtuloftaviti.