Svæðisgarnabólga
Svæðisgarnabólga eða Crohns-sjúkdómur er gerð af langvinnum bólgusjúkdómi í meltingarveginum. Bólgan getur komið fram í hvaða hluta meltingarvegarins sem er, frá munni að endaþarmi.[1] Einkenni geta verið kviðverkur, niðurgangur (ef bólgan er mikil getur blóð verið í hægðum), hiti, og þyngdartap.[1] Önnur einkenni geta verið blóðleysi(en), útbrot(en), liðbólga(en), bólgur í augum, og þreyta.[2]
Orsök svæðisgarnabólgu er ekki þekkt, en talið er að hún komi fram vegna samblöndu af umhverfisþáttum, ónæmisþáttum, bakteríum, og erfðum.[3][4][5] Það leiði til þess að ónæmiskerfið ráðist á meltingarveginn og valdi þannig langvinnri bólgu.[4][6] Svæðisgarnabólga er tengd ónæmiskerfinu, en hún virðist ekki vera sjálfsofnæmissjúkdómur (þ.e.a.s., ónæmiskerfið er ekki að reyna að ráðast á líkamann, heldur er mögulegt að ónæmiskerfið sé að ráðast á bakteríur í meltingarveginum).[7]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Crohn's Disease“. National Digestive Diseases Information Clearinghouse (NDDIC). 10. júlí 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 9, 2014. Sótt 12. júní 2014.
- ↑ Baumgart DC, Sandborn WJ (nóvember 2012). „Crohn's disease“. Lancet. 380 (9853): 1590–605. doi:10.1016/S0140-6736(12)60026-9. PMID 22914295.
- ↑ Cho JH, Brant SR (maí 2011). „Recent insights into the genetics of inflammatory bowel disease“. Gastroenterology. 140 (6): 1704–12. doi:10.1053/j.gastro.2011.02.046. PMC 4947143. PMID 21530736.
- ↑ 4,0 4,1 Dessein R, Chamaillard M, Danese S (september 2008). „Innate immunity in Crohn's disease: the reverse side of the medal“. Journal of Clinical Gastroenterology. 42 Suppl 3 Pt 1: S144–7. doi:10.1097/MCG.0b013e3181662c90. PMID 18806708.
- ↑ Stefanelli T, Malesci A, Repici A, Vetrano S, Danese S (maí 2008). „New insights into inflammatory bowel disease pathophysiology: paving the way for novel therapeutic targets“. Current Drug Targets. 9 (5): 413–8. doi:10.2174/138945008784221170. PMID 18473770.
- ↑ Marks DJ, Rahman FZ, Sewell GW, Segal AW (febrúar 2010). „Crohn's disease: an immune deficiency state“. Clinical Reviews in Allergy & Immunology. 38 (1): 20–31. doi:10.1007/s12016-009-8133-2. PMC 4568313. PMID 19437144.
- ↑ Casanova JL, Abel L (ágúst 2009). „Revisiting Crohn's disease as a primary immunodeficiency of macrophages“. The Journal of Experimental Medicine. 206 (9): 1839–43. doi:10.1084/jem.20091683. PMC 2737171. PMID 19687225.