Sundrari
Sundrari er lífvera, oft sveppur eða baktería sem brýtur niður lífræn efni til að afla sér næringar. Sundrun er náttúrulegt ferli sem myndi fara fram hvort eð er en sundrarar hraða því.
Hlutverk sundrara í vistkerfi jarðarinnar er afar mikilvægt en án þeirra myndu lífræn efni dauðra lífvera hrúgast upp, hræætur myndu mögulega éta eitthvað af því en skítur þeirra myndi þrátt fyrir það innihalda umtalsvert magn orku og næringar.
Grotætur éta stundum grot sem hefur að hluta eða að fullu verið sundrað af sundrurum.