Sundmannakláði
Sundmannakláði eða cercarial dermatitis eru ofnæmisviðbrögð í húð manna sem hafa sýkst af sundlirfum fuglablóðagða. Lirfur ná að smjúga í gegnum húðina og myndast kláðabóla eftir hverja lirfu sem nær að smjúga í gegnum húðina. Sundmannakláði er algengur í ferskvatni og í sjávarvistkerfum um allan heim. Þessi sýking virðist ekki hafa varanleg áhrif á fólk og eru gefin ofnæmislyf við einkennum.
Sundmannakláði á Íslandi
breytaFimm tegundir slíkra sundlirfa hafa fundist á Íslandi. Þær lifa allar á lirfustigi í vatnabobba en fullorðnar í andfuglum. Síðsumars 2003 fengu þúsundir baðgesta í Landmannalaugum sundmannakláða. Sundmannakláði hefur einnig komið fram hjá þeim sem vaðið hafa í tjörninni Sýkið fyrir neðan Deildartunguhver og Botnsvatni við Húsavík. Sundmannakláði var fyrst staðfestur á Íslandi 1997 en þá fengu börn kláðabólur eftir að hafa vaðið í tjörn Fjölskyldugarðsins í Laugardal.
Heimildir
breyta- Karl Skírnisson, Um fuglablóðögður og sundmannakláða, Náttúrufræðingurinn - 1.-4. hefti (01.03.2010)
- Sundmannakláði í Landmannalaugum,Læknablaðið 2005; 91 bls. 729-369
- Sundmannakláði staðfestur á Íslandi, Læknablaðið : fylgirit - 37. fylgirit (01.12.1998)
- Karl Skírnisson og Libusa Kolarova, Stafar mönnum hætta af lirfum fuglablóðagða?, Læknablaðið 2002