Súkúmí

(Endurbeint frá Sukhumi)

Súkúmí (abkasíska: Аҟәа, Aqwa; georgíska: სოხუმი, Sokumi; rússneska: Сухум(и), Súkúmí) er borg á strönd Svartahafs. Hún er höfuðborg de facto ríkisins Abkasíu sem hefur farið með völd í héraðinu frá Stríðinu í Abkasíu 1992-1993. Flest ríki líta svo á að Abkasía sé hérað í Georgíu.

Frá Súkúmí

Hægt er að rekja sögu Súkúmí til 6. aldar f.Kr. þegar Grikkir stofnuðu þar nýlendu sem þeir kölluðu Díoskúrías. Mikið af þeirri borg hvarf undir yfirborð Svartahafs á næstu öldum. Borgin var nefnd Tskhumi þegar Konungsríkið Abkasía var stofnað á miðöldum. Hún varð hluti af Tyrkjaveldi á 8. áratug 16. aldar. Rússneska keisaradæmið lagði héraðið undir sig 1810. Eftir Rússnesku borgarastyrjöldina varð hún hluti af Sovétríkjunum og varð vinsæll sumardvalarstaður. Við upplausn Sovétríkjanna í upphafi 10. áratugar 20. aldar hófust átök Abkasa við Georgíumenn og borgin varð fyrir miklum skemmdum. Nú búa þar um 60.000 manns en íbúar voru helmingi fleiri undir lok Sovéttímans.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.