Fallbyssa

(Endurbeint frá Stykki)

Fallbyssa (fallstykki, stykki eða kanóna) er mjög stór byssa, oftast á fæti, sem í eru notuð þung skot. Í upphafi voru fallbyssur oftast steyptar í heilu lagi, en seinna var farið að lóða þær saman úr minni einingum. Elstu fallbyssur eru frá 12 - 13. öld, en finna má lýsingar á fallbyssum frá 3. öld f.Kr. Þær fallbyssur voru frumstæðar og ekki knúnar með byssupúðri. Nútímafallbyssur er stundum nefndar stórskotabyssur.

Fallbyssur í Kristiansand, Noregi

Fyrstu fallbyssurnar

breyta

Fallbyssur eru byssur sem nota byssupúður eða annað sprengiefni. Fallbyssur voru fundar upp í Kína. Seinna breiddust fallbyssur til Evrópu. Orðið „cannon“ á ensku kemur úr latínu. Í Kína var fallbyssan þannig að rör var fyllt með byssupúðri og fest framan á spjót og notað sem nokkurs konar eldvarpa. Þessi uppfinning var notuð í Kína árið 1132 í stríði milli Chen Gui og De‘an. Fallbyssur voru fyrst notaðar í Evrópu á 13. öld

Annað

breyta

Klumba var orð sem haft var um fallbyssu með vissu lagi og skrúfbyssur eru tegund af litlum fallbyssum sem eru smíðaðar í tvennu lagi og skrúfaðar saman þegar á þurfti að halda. Byssur þessar voru m.a. notaðar í fjallahernaði þar sem erfitt gat verið að athafna sig með venjulegar fallbyssur. Fallbyssur sem dregnar voru á kerrum voru nefndar kerrubyssur.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.