Strandreyr
Strandreyr (fræðiheiti: Phalaris arundinacea) er hávaxið gras sem oft myndar þéttar breiður við ár og læki og á öðrum votlendissvæðum í heimkynnum sínum, en tegundin er útbreidd í Evrópu, Asíu, norður Afríku og Norður-Ameríku.[1][2]
Strandreyr | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Phalaris arundinacea L. |
Lýsing
breytaStönglarnir geta náð 2 m hæð.[3] Blöðin eru yfirleitt græn, en geta verið mislit. Punturinn er að 30 sm langur.[3] Öxin eru ljósgræn, oft með dekkri rákum.[4] Þetta er fjölært gras sem breiðist út með jarðstönglum.[3]
Nytjar
breytaNokkur afbrigði eru í ræktun í görðum með tví eða þrílit blöð; stundum nefnd randagras – svo sem 'Picta', 'Castor' og 'Feesey'. Það seinna er með bleikum blæ á blöðunum.[5] Það er þurrkþolið, en vex best í nægu vatni og jafnvel sem tjarnargróður.[5]
Úr Plants for a Future (pfaf.org): Ætir hlutar: blöð; rót; fræ; stöngull.
P. arundinacea er einnig ræktað sem dýrafóður, ýmist til beitar eða í hey.
Tilvísanir
breyta- ↑ "Phalaris arundinacea" Geymt 27 júní 2020 í Wayback Machine. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- ↑ Phalaris arundinacea. USDA NRCS Plant Guide.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Waggy, Melissa, A. 2010. Phalaris arundinacea. In: Fire Effects Information System. U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory.
- ↑ Phalaris arundinacea. Flora of China.
- ↑ 5,0 5,1 Phalaris arundinacea var. picta 'Feesey'.
Ytri tenglar
breyta- Flora Europaea: Phalaris arundinacea
- USDA Plants Database: Phalaris arundinacea Geymt 1 maí 2013 í Wayback Machine
- Jepson Manual Treatment - taxonomy and distribution within California