Stormmáfur

Fuglategund af máfaætt

Stormmáfur (fræðiheiti Larus canus) er máfategund af ættkvíslinni Larus. Stormmáfur er nýjasti landneminn í hópi sjö máfategunda sem verpa á Íslandi. Fyrsta hreiðrið fannst 1955.Í varpbúningi er stormmáfur hvítur nema blágrár á baki og ofan á vængjum. Vængendar eru svartir. Nef og fætur eru grængular. Stormmáfur er svipaður ritu nema að hún er með heiðgult nef, svartar fætur og er lágfættari. Varptími er frá seinni hluta maí. Stormmáfur verpir oftast þremur eggjum. Hreiðrið er úr grófri sinu. Útungunartími er 24 dagar og ungar verða fleygir eftir um fimm vikur. Fæðan er að mestu leyti dýrakyns, einkum ýmsir hryggleysingjar sem máfarnir tína úr túnum en einnig úrgangur svo sem fæðuagnir úr skolpi. Eyjafjörður er mikilvægasta varpsvæði stormmáfs á Íslandi.

Stormmáfur
Stormmáfur í Þýskaland
Stormmáfur í Þýskaland
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Máfar (Laridae)
Ættkvísl: Larus
Tegund:
L. canus

Tvínefni
Larus canus
Linnaeus, 1758
Skýringarmynd af stormmáfi og umhverfi hans
Larus canus canus

Heimildir

breyta