Storkbit
Storkbit (eða storkabit) (fræðiheiti: Naevus occipitalis) er rauður flekkur í hnakka sumra nýfæddra barna. Flekkurinn getur einnig birst á enni eða augnlokum, en það er öllu sjaldgæfara. Flekkurinn birtist vegna þess að undir honum eru margar æðar í einum hnapp, en þessi æðahnappur orsakast vegna minniháttar anmarka við þroskun fóstursins. Flekkir þessir eru hættulausir og hverfa flestir á fyrsta æviári barnsins.