Staðalaðstæður
(Endurbeint frá Stofuhiti)
Staðalaðstæður eða staðalskilyrði eru þær umhverfisaðstæður sem reynt er að hafa ríkjandi þegar efnafræðilegar tilraunir eru framkvæmdar. Þessar stöðluðu aðstæður eru stofuhiti, þ.e. hiti 20°C (293,15 K) og staðalþrýstingur, þ.e. loftþrýstingnn ein loftþyngd, jafngilt 1013,25 hPa (hektópasköl). Sem dæmi þá er suðumark vatns er 100°C við staðalaðstæður.
Staðalaðstæður gjarnan táknaðar með skammstöfuninni STP (enska: Standard Temperature and Pressure, íslenska: staðlaður hiti og þrýstingur). Skilgreining staðalaðstæðna er þó reyndar nokkuð á reiki, en stundum er miðað við hitastigið 0 °C og stundum 25 °C. Einnig er stundum miðað við þann hita og þrýsting, þar sem jafnvægisklofnunarstuðull vatns er 10-14.