Stofn (málfræði)

(Endurbeint frá Stofn nafnorða)
Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna.

Stofn kallast sá hluti orðs sem ekki breytist í beygingu.

Stofn nafnorða

breyta

Stofn nafnorða má finna með því að sjá hvaða hluti orðsins er eins í öllum föllum. (Stofn sterka nafnorða finnst í þolfalli eintölu) Stofn veikra nafnorða finnst með því að taka sérhljóðann frá nf et

  • stofn orðsins ‚hestur‘ er ‚hest
  • stofn orðsins ‚kona‘ er ‚kon
  • stofn orðsins ‚tunna er ,tunn

Hjá sumum nafnorðum er -r stofnlægt í endingu orðs (t.d. veður > veðri).

Stofn lýsingarorða

breyta

Stofn lýsingarorða má finna með því að setja orðið í kvenkyn nefnifall eintölu.[1]

  • (hann er) stór → (hún er) stór
  • (hann er) dapur → (hún er) döpur
  • (hann er) ungur → (hún er) ung

Stofn sagnorða

breyta

Algengast er að stofn sagnorða sé fundinn með að fjarlægja -a[2] eða -ja af nafnhættinum, og er það sú aðferð sem kennd er í grunnskólum.[3]

Sumir líta hinsvegar á að veikar sagnir sem beygjast eftir fjórða flokki haldi a-inu þar sem það helst að mestu við beygingu, og stofn orðins að baka sé þar með baka.[4][5]

  • Stofn sagnorðsins „kaupa“ er kaup
  • Stofn sagnorðsins „fara“ er far
  • Stofn sagnorðsins „taka“ er tak
  • Stofn sagnorðsins „vera“ er ver
  • Stofn sagnorðsins „velja“ er vel
  • Stofn sagnorðsins „elska“ er elsk (eða elska)
  • Stofn sagnorðsins „baka“ er bak (eða baka)
  • Stofn sagnorðsins „kalla“ er kall (eða kalla)
  • Stofn sagnorðsins „skrifa“ er skrif (eða skrifa)
  • Stofn sagnorðsins „hrópa“ er hróp (eða hrópa)

Heimildir

breyta
  1. Íslenskukennsla[óvirkur tengill] við Hólabrekkuskóla
  2. „Málfarsbankinn“. malfar.arnastofnun.is. Sótt 14. ágúst 2020.
  3. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. „Finnbjörg“ (PDF).
  4. „Hvernig finn ég stofn sagnorða?“. Vísindavefurinn. Sótt 14. ágúst 2020.
  5. Esther Erla Jónsdóttir. „Tak sæng þína og gakk“ (PDF).

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.