Sterki kjarnakraftur er annar kjarnakraftanna, sem halda frumeindakjarna saman, þ.e. krafturinn sem verkar milli kjarneindanna í kjarnanum. Kraftinum er miðlað af límeindum og verkar aðeins mjög skamma vegalengd öfugt við þyngdar- og rafseglulkraft sem eru langdrægir.

Helstu einkenni sterka kjarnakraftsins eru:

  • Hann finnst aðeins af sterkeindum.
  • Við mjög lítinn aðskilnað kjarneinda er krafturinn sterk fráhrindandi sem heldur kjarneindunum aðskildum.
  • Ef kjarneindir eru í meira en 1,3 fm fjarlægð frá hvor annarri deyr krafturinn út mjög hratt.
  • Hann er næstum óháður hleðslu.
  • Hann er háður því hvort spunar kjarneindanna eru samsíða eða andsamsíða.

Veiki kjarnakraftur er hinn kjarnakrafturinn, sem veldur betasundrun.