Steinsuga

(Endurbeint frá Steinsugur)

Steinsuga (eða dvalfiskur) er kjálkalaus fiskur með tenntan hringlaga munn sem virkar líkt og sogskál, en á henni eru svonefndar sogflögur. Flestar steinsugur sjúga sig fastar við aðra fiska og nærast á blóði þeirra. Þær lifa á grunnsævi á flestum stöðum í tempraða beltinu. Einnig nefndur sæsteinsuga.

Steinsugur
Sæsteinsuga frá Svíþjóð
Sæsteinsuga frá Svíþjóð
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Einnösungar (Cephalaspidomorphi)
(óraðað) Hyperoartia
Ættbálkur: Petromyzontiformes
Ætt: Petromyzontidae
Undirættir

Geotriinae
Mordaciinae
Petromyzontinae

Steinsuga á Íslandi

breyta

Steinsugu hefur öðru hvoru orðið vart á Íslandi en þá talin vera flökkufiskur. Um haustið 2006 bar mikið á bitnum fiski í afla veiðimanna, sérstaklega á sjóbirtingsslóðum í Vestur-Skaftafellssýslu. Nú fara fram rannsóknir á vegum Veiðimálastofnunar á því hvort Steinsuga hrygni í íslenskum ám.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.