Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið
Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni les Steinn Steinarr eigin ljóð. Málverk á framhlið gerði Kristján Davíðsson. Ljósmynd á bakhlið tók Jón Kaldal.
Steinn Steinarr - Tíminn og vatnið | |
---|---|
SG - 517 | |
Flytjandi | Steinn Steinarr |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Ljóð |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Tíminn og vatnið er talið tímamótaverk í íslenskri ljóðlist, þá hófst hinn svokallaði Atómskáldskapur.
Ljóðin
breyta- Tíminn og vatnið
- Landsýn
- Columbus
- Malbik
- Í kirkjugarði
Tíminn og vatnið (brot)
breyta- 1
- Tíminn er eins og vatnið,
- og vatnið er kalt og djúpt
- eins og vitund mín sjálfs.
- Og tíminn er eins og mynd,
- sem er máluð af vatninu
- og mér til hálfs.
- Og tíminn og vatnið
- renna veglaust til þurrðar
- inn í vitund mín sjálfs.
- 2
- Sólin,
- sólin var hjá mér,
- eins og grannvaxin kona,
- á gulum skóm.
- Í tvítugu djúpi
- svaf trú mín og ást
- eins og tvílitt blóm.
- Og sólin gekk
- yfir grunlaust blómið
- á gulum skóm.
- ...