Steindepill (fræðiheiti: Oenanthe oenanthe) er fugl sem var áður flokkaður með þröstum en telst nú til grípa. Steindepillinn er varpfugl á Íslandi. Hann er einnig þekktur sem Steinklappa og er það tilvísun í hljóðið sem hann gefur frá sér; líkt og steinum sé barið saman.

Steindepill
Karlfugl í fengiham
Karlfugl í fengiham

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Grípaætt (Muscicapidae)
Ættkvísl: Deplar (Oenanthe)
Tegund:
O. oenanthe

Tvínefni
Oenanthe oenanthe
(Linnaeus, 1758)
Steindepill
Oenanthe oenanthe oenanthe

Steindepillinn tekur breytingum eftir árstíðum. Í sumarbúningi er karlfuglinn blágrár á kolli, hnakka og baki, svartur frá nefi og aftur um augu og niður, á vængjum, og aftast á stéli (eins og T á hvolfi), mógulur á bringu og kverk, en fölari að neðanverðu. Rák ofan við augu er hvít og gumpur sömuleiðis. Kvenfuglinn er hins vegar móbrúnn á kolli, hnakka og baki. Augnrák sést varla og litur á vængjum er mósvartur, það er að segja mun ljósari en á karlfuglinum. Kverk og bringa eru mó- eða fölgul, kviður ljósastur. Nef beggja kynja er svart, og einnig fætur og augu. Á haustin er karlfuglinn gulbrúnni allur, og þar af leiðandi ekki ósvipaður kvenfuglinum. Og eins geta karlfuglar í fyrsta sumarbúningi líkst kvenfuglum. Honum er lýst sem skjótum á fæti, flugið lágt, tyllir sér oft og hossar sér þá með rykkjum og bukki, og þenur út stélfjaðrir um leið.

Farflug steindepils er lengsta farflug sem menn þekkja hjá spörfugli. Fuglinn flýgur allt að 30 þúsund kílómetra til og frá varpstöðvunum á norðurslóðum til vetursetu sunnan Sahara í Afríku.

Tilvísanir breyta

  1. BirdLife International (2004). „Oenanthe oenanthe“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2004. Sótt 12. maí 2006.

Tenglar breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.