Stefán Gíslason
Stefán Gíslason (f. 15. mars 1980) er íslenskur knattspyrnumaður, sem spilar fyrir Lilleström IF.
Stefán Gíslasson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Stefán Gíslasson | |
Fæðingardagur | 15. mars 1980 | |
Fæðingarstaður | Fjarðarbyggð, Íslandi | |
Leikstaða | miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Lilleström IF | |
Yngriflokkaferill | ||
Arsenal | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1995-1996 | Valur/Austri | () |
1998 | KR | 12 (0) |
1999-2001 | Strømsgodset IF | 65 (1) |
2001-2003 | Grazer AK | 5 (0) |
2003-2004 | Keflavík | 39 (3) |
2005-2007 | Lyn | 62 (8) |
2007-2011 | Brøndby | 70 (6) |
2010 | Viking | 12 (1) |
2011- | Lilleström | 6 (0) |
Landsliðsferill2 | ||
1994-1996 1995-1998 1999-2001 2002-2009 |
Ísland U-17 Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
14 (2) 21 (2) 11 (0) 32 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Á yngri árum Stefáns spilaði hann með varaliði Arsenal en eftir fáa leiki með félaginu snéri hann til Knattspyrnufélags Reykjavíkur á láni. Hann spilaði síðar fyrir Strømsgodset, Grazer AK og Keflavík áður en hann gekk til liðs við Lyn 2005. Hann varð fljótt varafyrirliði liðsins og spilaði 62 leiki af 65 mögulegum.
Sumarið 2007, hálfu ári áður en samningur hanns rann út, samdi hann við danska félagið Brøndby. Hann varð fyrirliði liðsins í febrúar 2008 fram til enda tímabilsins 2009 en þá var honum tilkynnt að hann mætti yfirgefa liðið. Ári síðar fór hann á láni til Viking Fotballklubb.