Steam (hugbúnaður)

Steam er stafræn dreifingar-, höfundarréttar-, tölvuleikja- og samskiptagátt sem þróuð var af Valve Corporation. Steam er notað til að dreifa leikjum og leikjatengdu efni gegnum netið, bæði af litlum sjálfstæðum framleiðendum og stórum hugbúnaðarhúsum. Valve hóf að dreifa öðrum hugbúnaði en leikjum í október 2012. Í Steam hugbúnaðinum er forritunarviðmótið Steamworks þar sem þróunaraðilar geta sett í forrit sín margt af því sem Steam býður upp á, svo sem afritunarvörn og samfélagsvirkni. Steam var upphaflega gert fyrir Microsoft Windows en er einnig til á macOS, Linux og fleiri stýrikerfi. Steam er leikjagátt en einnig er til afbrigði af Steam sem er sérstaklega gert til að nota í skólum og í tengslum við kennsluforrit. Í desember 2012 voru næstum 2000 leikir fáanlegir í gegnum Steam og 54 milljón notendur. Í janúar 2013 spiluðu yfir 6,6 milljón manns leiki í gegnum Steam. Talið er að 50-70% af dreifingu þeirra PC tölvuleikja sem hlaðið er niður af Netinu fari gegnum Steam.

Steam.