Stafræn menning
Stafræn menning er menning á stafrænum miðlum til afþreyingar, sköpunar, samskipta, rannsókna, varðveislu eða miðlunar. Í stefnu íslenskra stjórnvalda um stafræna menningu er markmið að gera menningararf aðgengilegri almenningi með að færa hann á stafrænt form, stuðla að miðlalæsi, leysa höfundarréttarmál og fá menningarstofnanir til að auka miðlun á listum og menningararfi með stafrænum hætti í samvinnu við hagsmunaaðila.