Stafræn endurgerð

Stafræn endurgerð nefnist sú aðgerð þegar tiltekinn hlutur, mynd, hljóð, skjal eða merki (oftast flaummerki) er endurskapaður með því að taka úrtök eða sýnishorn og mynda af þeim stafrænt afrit. Þessum upplýsingum er svo hægt að miðla hratt og örugglega í gegnum internetið.

Stafræn endurgerð í Köln í Þýskalandi.

Ljóslestur er tækni sem er stundum notuð við stafræna endurgerð á prentuðum texta. Þá notast tölvur við sérstakan hugbúnað til þess að greina mynstur stafa og endurskapa textann stafrænt en ekki bara mynd af honum.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.