Staðarmarkaðssetning
Staðarmarkaðssetning er markaðssetning tiltekins staðar, lands, borgar, hverfis, sveitar eða héraðs, í þeim tilgangi að laða að ferðamenn, fjárfesta eða viðskipti. Staðarmarkaðssetning er áberandi þegar borgir keppa sín á milli um hýsingu tiltekinna viðburða á borð við Ólympíuleikana.
Staðarmarkaðssetning er oft erfið vegna þess hve margir hagsmunaaðilar þurfa að koma að mótun hennar. Ef ekki næst samstaða um aðferðir og framsetningu missir hún auðveldlega marks.