Stórskotalið er deild innan landhers, sem beitir hlaupvíðum skotvopnum, fallbyssum, sprengivörpum og flugskeytum. Kom fyrst fram í Kína á öndverðri 12. öld. Loft- og strandvarnir eru einnig meðal verkefna stórskotaliðs. Stórskotalið Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld beitti í fyrst skipti flugskeytum (V-1 og V-2) í hernaði. Í kalda stríðinu var bandarískt stórskotalið þjálfað til að skjóta kjarnorkuskeytum með fallbyssum. Algeng hlaupvídd nútíma stórskotaliðsbyssa er 120 mm og 155 mm.

Heimild

breyta