Stóra sérhljóðabreytingin

Stóra sérhljóðabreytingin (Great Vowel Shift) var röð breytinga í framburði allra langra sérhljóða í ensku. Sérhljóðin „í“ og „ú“ urðu að tvíhljóðum, og staðsetning tungunnar hækkaði í framburði hinna sérhljóðanna. Breytingin átti sér stað um það bil á milli 1350–1700, hún byrjaði í suðurhluta Englands og breiddist svo út. Framburðarbreytingunni má kenna um það að mikill munur er á enskri stafsetningu og framburði.[1]

Fyrir breytinguna voru langir sérhljóðar mun líkari íslenskum sérhljóðum líkt og heyra má í eftirfarandi töflu. Hljóðgildin eru sýnd í alþjóðlega hljóðstafrófinu:

Orð Framburður Hlusta
Miðenska Nútímaenska
1400 1500 1600 1900
bite /iː/ /ei/ /ɛi/ /aɪ/
meet /eː/ /iː/
/iː/
meat
/ɛː/
/eː/ /iː/
mate /aː/ /æː/ /ɛː/ /eɪ/
out /uː/ /ou/ /ɔu/ /aʊ/
boot /oː/ /uː/
/uː/
boat
/ɔː/
/oː/ /oʊ/

Þessi tímalína sýnir breytingu í framburði milli miðensku og staðlaðri nútímaensku frá Suður-Englandi. Þær breytingar sem sýndar eru hér eftir 1700 teljast ekki sem hluti af stóru sérhljóðabreytingunni.

Tilvísanir breyta

  1. Denham, Kristin; Lobeck, Anne (2009), Linguistics for Everyone: An Introduction, Cengage Learning, bls. 89
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.