Arnarsetur
Arnarsetur er dyngjueldstöð austan við Grindavíkurveg þar sem hæst ber norðan við Bláa lónið. Þaðan rann yngsta hraunið á þessu svæði, mjög gróft og torfarið apalhraun. Sagnir eru um arnarvarp þar og er nafnið af því dregið.
Tengill
breytaHeimildir
breyta- Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, 1. bindi A-G, Bókaútgáfan Örn og Örlygur HF., 1984.