Stóll
Stóll eða setgagn er húsgagn til að sitja á. Hann er með fætur, setu, bak og arma (sem einnig nefnast (arm)bríkur eða stólbrúður). Í fornu máli var stóll nefndur sitill eða sjötull. Stóll án arma og baks, nefnist kollur. Sitji eitthver á stól er talað um að hann sitji.
- Sjá greinina stóll sem er um fjallið.
Stólar í farartækjum og samkomusölum, þ.m.t. í kvikmyndahúsum og á Alþingi, nefnast sæti. Hásæti er tignarheiti á sæti konungs eða annars þjóðhöfðingja.
Framleiðsla
breytaStólar eru framleiddir í stólagerðaverksmiðju og fara í gegnum þungar prófannir áður en það má setjast á honum. Við gæðamat á stólum er helst litið til burðarþol hans sem og hversu vel hann dúar. Burðarþol stóla ræðst mest af lögum stóls, fjölda fóta undir stólnum og úr hverju hann er framleiddur. Garðstóll úr blasti væri helst ætlaður mannveru í kjörþyngd á meðan stólar úr sterkari efnum eins og tré eða stáli gæti borið offitusjúkling.
Ýmsar tegundir stóla
breyta- Adirondack er amerískur garðstóll með bríkum úr tré eða öðru hörðu efni.
- armstóll er stóll með bríkum til að hvíla handleggina á. Einnig nefndur bríkastóll eða brúðarstóll.
- drumbstóll er stóll gerður úr einum viðarbút.
- hnallur er óvandað trésæti, stólkollur. Einnig nefndur hnakkur.
- hægindastóll er bólstraður, djúpur stóll til að halla sér aftur á bak í. Einnig nefndur reiðustóll, hvílstóll eða lenustóll (en það síðasttalda er gömul dönsk sletta).
- kjaftastóll er garðstóll, stóll sem auðveldlega má spenna sundur og leggja saman (dúkur þanninn á grind).
- skrúfstóll er stóll sem hækka má og lækka setuna á með því að snúa henni. Oft notaður við píanó og þá stundum nefndur píanókollur.
- stólkollur er lítill, baklaus stóll. Einnig nefndur kollur, knakkur eða setuhnakkur.
- tröppustóll er stóll með tröppum, oft innfellanlegum undir stólinn sjálfan.
- Blaststóll er stóll sem oft má finna úti í görðum en eru regnvarnir sökum þess að stólinn er búinn til úr blastefni.