Spunahúsið
Spunahúsið var kvennafangelsi og vinnuhæli í Kaupmannahöfn. Það var stofnað árið 1662 og var starfrækt til ársins 1928. Konurnar unnu við að spinna ull og vefa klæði fyrir danska herinn. Margar íslenskar konur voru sendar þangað til að afplána dóm sinn.