Stokkhúsið var fangelsi í Kaupmannahöfn, stofnað 1670 og var aðalfangelsi borgarinnar um langt skeið, eða til ársins 1860. Stokkhúsið var helsta fangelsi Íslendinga frá árinu 1741, en áður hafði Brimarhólmur gegnt því hlutverki. Í Stokkhúsinu unnu margir fanganna undir gæslu og þar þótti ill vist og voru fangar þar oft beittir líkamlegum refsingum og öðru harðræði. Var vistin þar talin verri en í Brimarhólmi. Fjölmargir íslenskir sakamenn voru sendir til afplánunar í Stokkhúsið. Fangelsi þetta var svo nefnt vegna þess að þar voru menn settir í stokk.

Uppdráttur af Stokkhúsinu í Kaupmannahöfn gerður árið 1754

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.