Sprengjuárásirnar í Madrid 2004

Sprengjuárásirnar í Madrid 2004 voru sprengjur sem sprungu næstum samtímis í lestarkerfi Madrid, höfuðborgar Spánar, að morgni hins 11. mars 2004, þremur dögum fyrir þingkosningar og tveimur og hálfu ári eftir hryðjuverkin í New York 11. september. 191 maður lést og 1.800 slösuðust við sprengingarnar.

Atocha-lestarstöð í Madrid

Í rannsókn spænska réttarkerfisins kom í ljós að hryðuverkahópur sem hermdi eftir al-Kaída hefði framkvæmt árásirnar, en engin merki um beina þátttöku al-Kaída fundust. Spænsku námuverkamennirnir sem seldu árásarmönnunum sprengiefni voru handteknir þó að þeir tækju ekki þátt í skipulagningu eða framkvæmd árásanna. Eftir 21 mánuðar rannsókn var Jamal Zougam dæmdur fyrir þátttöku sína í árásunum.

Árásirnar voru mannskæðustu hryðjuverkin í sögu Spánar og meðal þeirra mannskæðustu í Evrópu, aðeins á eftir Lockerbie-sprenguárásinni 1988 hvað varðar tölu látinna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.