Spevsippos
Spevsippos (407 f.Kr. – 339 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur. Spevsippos var systursonur Platons.
Spevsippos | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 407 f.Kr. |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Fornaldarheimspeki |
Skóli/hefð | Platonismi |
Helstu viðfangsefni | Siðfræði |
Eftir að Platon féll frá tók Spevsippos við stjórn Akademíunnar og stýrði skólanum í átta ár. Þegar Spevsippos varð of veikur til að geta sinnt starfi sínu tók Xenokrates við stjórninni. Ólíkt Platoni rukkaði Spevsippos nemendur um skólagjöld.
Spevsippos var kunnur fyrir hófleysi og munað. Hann er sagður hafa dáið úr sjúkdómi eða hafa framið sjálfsmorð. Að honum látnum eignaðist Aristóteles bókasafn hans.
Spevsippos aðhylltist kenningar Platons en hafnaði eigi að síður frummyndakenningunni.