Spergilblómkál
Spergilblómkál (fræðiheiti: Brassica oleracea var. botrytis) er ræktunarafbrigði garðakáls (Brassica oleracea) sem fyrst var ritað um á Ítalíu á 16. öld. Það er sérstakt fyrir það að knúpparnir mynda nokkuð reglulega brotamynd. Nafnið kemur til að því að þetta afbrigði er stundum talið vera blendingur spergilkáls og blómkáls.