Blómkál
Blómkál (fræðiheiti Brassica oleracea var. botrytis) er ræktunarafbrigði garðakáls sem líkist mjög spergilkáli. Líkt og með spergilkál er það með stóran blómknúpp sem er það eina sem er étið af plöntunni. Blöðum og stilk er yfirleitt hent. Blómkál þolir vel kulda en getur blómgast með mörgum litlum knúppum í stað eins stórs ef hitinn er of lítill. Við of háan hita myndar það ekki blóm.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Blómkál.