Spýting
Spýting (eða það að spýta) er það að þenja út (eða strengja) skinn eða roð og festa með trépinnum eða nöglum til þurrkunar. Eftir að skinn voru fituhreinsuð og þvegin voru þau spýtt til dæmis á húsgafl torfhúsa og venjulega þá hlið sem lengst bar við sólu. Ull var til dæmis rotuð af sauðskinnum en það rota skinn var haft um það þegar skinn var lagt í bleyti (efnalausn) til að losa hár af þeim. Skinnin voru síðan vandlega skafin og þvegin og þar eftir spýtt á vegg. Það að spýta skinn var gert til að auka endingu þeirra, en er allt annað og einfaldara verklag en sútun skinna. Nafnorðið spýting er næstum aldrei notað í íslensku, enda oftast talað um að spýta skinn.
Það að spýta skinn var ódýr leið til að meðhöndla skinn en þótti ekki sérlega heppileg, sérstaklega ekki ef miðað er við sútun skinna. Í auglýsingu í tímaritinu Austra [1] frá sútunarverksmiðju á Seyðisfirði árið 1901 segir:
...bezta og ódýrasta aðferðin til þess að geyma skinn er, að breiða þau á gólf undir eins og þau hafa verið flegin af skepnunum, snúa ullinni eða hárinu niður og slá svo salti yfir holdrosið; láta þau liggja þar til næsta dags, strá þá salti á þau að nýju og leggja svo skinnin eða húðirnar saman svo holdrosið mætist. Á þennan hátt halda þau sér óskemmd svo lengi sem vera vill. Að því er sauðskinn snertir, er þessi aðferð hin bezta, en þau má einnig geyma svo, að hengja þau á rá í úthýsi eða á lopti og snúi þá ullin upp en holdrosið niður. En við þá aðferð, að spýta skinnin á vegg, eða þil, ættu allir að hætta, því með pví að strengja skinnin, þynnast þau og verða miklu haldverri, einsog líka mikill sólarhiti getur skemmt skinnin svo þau verði verri til slits. | ||
— Austri 1901
|
Ekki má rugla spýtingu við það sem í nefnifalli er kallað spýtingur og var áður fyrr haft um pakka af vaðmáli.
Tilvísanir
breytaTengt efni
breyta