Hektari

flatarmálseining

Hektari er flatarmálseining, táknuð með ha. Er einkum notaður til að mæla flatarmál á landi og er jafn flatarmáli rétthyrnds skika, sem er 100 metrar á hvorri hlið, þ.e. einn hektari jafngildir 10.000 fermetrum. Hektari er ekki SI-mælieining.