Hirðingjareynir

(Endurbeint frá Sorbus tianschanica)

Hirðingjareynir er lauffellandi tré eða runni frá Suðvestur-Asíu af reynisætt.

Hirðingjareynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Tianshanicae
Tegund:
Sorbus tianschanica

Samheiti

Sorbus tianschanica f. violaceocarminata N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. sanguinea N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. guttiformis N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. flava Gan & N.N. Bugaev
Sorbus tianschanica f. aurantiacorosea N.N. Bugaev
Pyrus thianschanica Regel

Lýsing

breyta

Hirðingjareynir er lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m. hátt. Ársprotar mjög mikið glansandi, rauðbrúnir. Brum eru keilulaga, dúnhærð, allt að 10 mm, með hvít hár, einkum í oddinn og á jöðrum brumhlífarblaðanna. Blöðin eru fjaðurlaga, 13-15 sm með 5-7 pör af smálaufum. Smáblöðin mjólensulaga, grasgræn, glansandi að ofan. Blómin í gisnum hálfsveip, hvít, sjaldan bleikleit. Berin eru skarlatsrauð, allt að 0,9 sm í þvermál[1] Litningatala er 2n=24.

Uppruni og búsvæði.

breyta

SV-Asía, Afghanistan, V-Pakistan, Rússland, Kína (Gansu, Qinghai, Xinjiang). Vex í fjalladölum, oft meðfram ám og í skógarjöðrum í 2000-3200 m hæð.[2] Hirðingjareyni hefur verið sáð á Íslandi og komið í ljós að hann er frekar harðgerður og hefur ekki kalið og fer snemma af stað.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2020. Sótt 9. apríl 2016.
  2. http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011720
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.