Sonus Futurae var íslensk tölvupopphljómsveit sem starfaði á árunum 1982 til 1987. Stofnendur voru Jón Gústafsson (söngur, textar), Kristinn R. Þórisson (söngur, laga- og textasmíðar, gítar, útsetningar) og Þorsteinn Jónsson (hljómborð, lagasmíðar, útsetningar). Þeir gáfu aðeins út eina sex laga (45 snúninga) breiðskífu, Þeir sletta skyrinu, árið 1982. Tvö lög af plötunni, „Myndbandið“ og „Skyr með rjóma“, náðu töluverðum vinsældum. Árið 1983 hætti Jón og Hlynur Halldórsson og Ólafur Héðinn Friðjónsson tóku við á hljómborð. Árið 1985 átti hljómsveitinn annan smell, „Boy You Must be Crazy“, en árið eftir var upptökum sveitarinnar á tölvudiskum stolið úr Valhúsaskóla. Hljómsveitin átti eitt lag á safnplötunni Vímulaus æska sem Skífan gaf út árið 1987. Þorsteinn lék á sama tíma með hljómsveitinni Pax Vobis (1983-1986) og Kristinn lék með Geira Sæm og Hunangstunglinu 1986-1988.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.