Sonatorrek

ljóð eftir Egil Skalla-Grímsson

Sonatorrek er ljóð eftir Egil Skalla-Grímsson og er eitt merkasta ljóð víkingaaldar. Ljóðið er 25 erindi og ort undir kviðuhætti og lýsir þar Egill mikilli sorg sinni og reiði í garð Óðins fyrir að hafa tekið tvo syni sína. Er líður á ljóðið dregur Egill smámsaman úr ásökunum sínum og að lokum þakkar hann Óðni fyrir skáldskaparhæfileikana sem honum höfðu hlotnast.

Tvö önnur löng ljóð eru mjög þekkt eftir Egil en það eru ljóðin Höfuðlausn sem hann orti til að biðja Eirík Noregskonung um að gefa sér líf og ljóðið Arinbjarnarkviða og sem er um samnefndan vin Egils. Það orti hann þegar hann frétti að Arinbjörn væri farinn aftur til Noregs vegna þess að fóstursonur hans var búinn að taka við konungdæmi þar.

Tilurð ljóðsins

breyta

Samkvæmt Egils sögu var tilurð ljóðsins sú að sonur hans Böðvar Egilsson lést í sjóslysi í Borgarfirði. Skömmu áður hafði sonur hanns Gunnar einnig dáið. Lagðist hann þá í þunglyndi og ætlaði hann að svelta sig til bana. Var þá Þorgerður dóttir hans sótt og með klókindum gat hún fengið Egil til að hætta í sveltinu og yrkja frekar kvæði. Aðferð Þorgerðar var sú að hún þóttist ætla að fylgja honum í dauðann og lagðist hjá honum. Bráðlega fór hún svo að tyggja söl og gaf föður sínum þá skýringu að hún gerði það til flýta fyrir dauðanum. Sölin vöktu upp þorsta hjá Agli og var honum færð mjólk og þar með var úti um áform hans. Í staðinn fékk Þorgerður hann til að yrkja erfiljóð eftir synina og það ljóð varð Sonatorrek.

Á þessarri frásög og kvæðinu sjálfu byggði myndhöggvarinn Ásmundur Sveinsson samnefnt myndverk sitt.

Tengill

breyta

Ljóðið Sonatorrek í heild sinni á Wikiheimild.

   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.