Samstaða (pólskt verkalýðsfélag)
(Endurbeint frá Solidarność)
Samstaða (pólska: Solidarność) er pólskt samband verkalýðsfélaga stofnað í september 1980 í Lenín-skipasmíðastöðinni. Þetta var fyrsta verkalýðsfélagið í kommúnistaríki sem ekki var kommúnískt. Fyrsti leiðtogi samstöðu var Lech Wałęsa. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að brjóta samtökin á bak aftur, meðal annars með því að setja herlög í Póllandi 1981 hóf kommúnistastjórnin hringborðsviðræður við félagið sem leiddu til hálffrjálsra kosninga 1989, myndun samsteypustjórnar og kjörs Lech Wałęsa sem forseta sama ár.
Nú til dags er Samstaða hefðbundið verkalýðssamband og hefur ekki mikil áhrif á pólsk stjórnmál. Stjórnmálaarmur samtakanna vann stóran kosningasigur í þingkosningunum 1997 en tapaði líka stórt í þingkosningunum 2001.