Solano-sýsla (Kaliforníu)
Solano-sýsla í Kaliforníu var stofnuð árið 1850. Höfuðstaður Solano er Fairfield (102.500), aðrir þéttbýliskjarnar eru Benicia (27.050), Dixon (16.150), Rio Vista (5.725), Suisun City (26.850), Vacaville (93.900), Vallejo (120.100), utan þéttbýlis (19.560). Tölur í sviga tákna íbúafjölda. Benicia var höfuðstaður Kaliforníu frá 1853 - 1854.
Meðal helsta iðnaðar má nefna þjónustu, verslun, framleiðslu og landbúnað. Framleiðendur sælgætisins "Jelly Belly" hafa höfuðstöðvar í Fairfield. Þar má einnig finna Anheuser-Busch verksmiðju (Budweiser bjór).
Í Suisunflóa, milli Solano og Contra Costa er hægt að sjá hóp gamalla herskipa sem hafa verið tekin úr notkun. Á meðal þeirra má þekkja orrustuskipið USS Iowa, sem er eitt síðasta orrustuskip sem var tekið úr notkun í heiminum.