Soay-sauðfé
Soay-sauðfé er frumstætt kyn sauðfjár (Ovis aries) frá eyjunni Soay og er nefnt eftir henni. Því var upphaflega komið þar fyrir af víkingum og hefur síðan þá ekki átt samneyti við annað sauðfé og eru því í raun hið sanna víkingasauðfé.
Soay er aftur á móti nefnd eftir sauðfénu og því heitir sauðféð í rauninni Sauðeyjarsauðfé.
Rannsóknir
breytaSauðféð hefur reikað um í þúsund ár án fjárhirða, náttúrulegra óvina eða samkeppnisaðila um gæði landsins. Því er það fyrirtaks viðfangsefni vísindamanna á ýmsum sviðum og sem dæmi má nefna náttúrulega þróun og stofnfjöldasveiflur. Rannsóknir hafa staðið yfir frá því um 1950.
Kynhegðan
breytaÁrið 2003 birti hópur vísindamanna frá háskólunum í Stirling og Edinborg niðurstöður sem sýndu fram á að hrútarnir berjast grimmt um hylli ánna, stundum til dauða. Ærnar aftur á móti eru mjög virkar og maka sig með mörgum hrútum.
Hrútar með stór horn og stór eistu eru líklegastir til að feðra lömb. Í þeim tilvikum sem fjöldi áa er það mikill að stærsti hrúturinn nær ekki að einoka þær virðast hrútar með minni horn en stór eistu eiga næstmestu möguleikanna.
Stærðarbreytingar
breytaMildir vetur haft þau áhrif að minni einstaklingar lifa nú af vetur sem áður fyrr gerðu út af við þá, afleiðingin af því er sú að meðalstærð sauðfésins hefur minnkað um 5% síðustu 20 ár.
Heimildir
breyta- Preston, B.T., Stevenson, I.R. & Wilson, K. (2003) Soay rams target reproductive activity towards promiscuous females' optimal insemination period. Proceedings of the Royal Society, Series B. 270: 2073-2078.
- The Scotsman, Sex, violence - and St Kilda's sheep, sótt 28. október 2005.
- BBC, Climate change is shrinking sheep, sótt 3. júlí 2009.