Vetrarkvíðastör

(Endurbeint frá Snjónál)

Vetrarkvíðastör, snjónál, gulnefja, klógresi eða snjógras (fræðiheiti: Carex chordorrhiza) er stör. Hún vex upp af jarðstöngli og eru blaðsprotarnir uppsveigðir. Stráið er skástætt (blöðin vaxa á víxl hægra og vinstra megin á stráinu) og blöðin eru oddmjó og með greinilegan kjöl. Í samöxunum eru fá blóm. Axhlífar vetrarkvíðastarar eru brúnar en hulstrin eru ljósbrún og egglaga. Á þeim er stutt og slétt trjóna. Vetrarkvíðastörin vex í mýrum og flóum um allt Ísland nema á Norðurlandi vestra og Miðhálendinu.

Vetrarkvíðastör
Vetrarkvíðastör til hægri (1a-1g)
Vetrarkvíðastör til hægri (1a-1g)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiospermae)
Flokkur: Einkímblöðungar (Monocotyledon)
Ættbálkur: Grasabálkur (Poales)
Ætt: Stararætt (Cyperaceae)
Ættkvísl: Starir (Carex)
Geiri: Carex flokkur Chordorrhizae
(Heuffel) Meinshausen
Tegund:
C. chordorrhiza

Tvínefni
Carex chordorrhiza
Ehrh. ex L.f.

Vetrarkvíðastörin ber mörg nöfn. Blaðsprotar vetrarkvíðastarar (vetrarkvíðinn) átti, samkvæmt þjóðtrú, að segja til um snjódýpt komandi vetrar. Af því eru nöfnin snjónál og snjógras einnig dregin. Nafnið gulnefja kemur hins vegar af lit tegundarinnar og klógresi af vaxtarlaginu.

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.