Smallville (3. þáttaröð)

Smallville er bandarísk gamanþáttaröð. Sýningar á þriðju þáttaröðinni hófust þann 1. október 2003 og þeim lauk 19. maí 2004. Þættirnir voru 22 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd. Miles Millar einn aðalrithöfunda Smallville leikstýrði þættinum Memoria, og John Schneider leikstýrði Talisman.

Aðalleikarar

breyta

Tom Welling sem Clark Kent/Kal, ungur Jor-El

Kristin Kreuk sem Lana Lang, Louise McCallum

Michael Rosenbaum sem Lex Luthor

Sam Jones III sem Pete Ross

Allison Mack sem Chloe Sullivan

John Glover sem Lionel Luthor

Annette O'Toole sem Martha Kent

John Schneider sem Jonathan Kent

Gestaleikarar

breyta

Rutger Hauer sem Morgan Edge

Patrick Bergin sem Morgan Edge

Ian Somerhalder sem Adam Knight

Lorena Gale sem Dr. Claire Foster

Camille Mitchell sem Nancy Adams fógeti

Christopher Reeve sem Dr. Virgil Swann

Terence Stamp sem rödd Jor-Els

Francoise Yip sem Dr. Lia Teng

Michael McKean sem Perry White

Jill Reed sem Maggie Sawer lögregluforingi

Sarah Carter sem Alicia Baker

Martin Cummins sem Dr. Lawrence Garner

Adrianne Palicki sem Lindsey Harrison/gervi-Kara Zor-El

Þættir

breyta
Titill Sýnt í U.S.A. #
„Exile (fyrri hluti)“ 1. október 2003 45 – 301

Þrír mánuðir eru liðnir frá því að Clark yfirgaf Smallville. Clark skemmtir sér öll kvöld í næturklúbbum í Metropolis og rænir banka á daginn. Glæpakongurinn Morgan Edge ræður Clark til að ræna svolitlu frá Lionel Luthor, æskufélaga sínum. Chloe vill komast undan Lionel, Lex vaknar á eyðieyju og Jonathan og Martha eu missa býlið. Chloe segir Lönu hvar Clark er og hún reynir að fá hann heim. Jonathan gerir samkomulag við Jor-El til að fá Clark heim.

- Titillinn þýðir "Útlegð"

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Greg Beeman

„Phoenix (annar hluti)“ 8. október 2003 46 – 302

Jor-El gefur Jonathan kryptonska ofurkrafta til að ná Clark heim. Í bardaganum við Jonathan eyðileggur Clark rauða kryptoníthringinn. Clark og Jonathan komast að því Lionel hafði blóðsýnið hans Clarks. Lex kemst aftur til Smallville og grunar að annaðhvort Lionel eða Hellen reyndi að drepa hann. Morgan Edge finnur Clark og hótar að drepa foreldra hans nema hann láti þá hlutinn sem hann stal frá Lionel. Clark notar kryptonít til að taka sitt eigið blóð og Morgan afhendir Lionel það og Lionel heimtar að veruna með blóðið. Edge rænir Clark í flutningabíl en honum tekst að sprengja hann með hitageislasjóninni. Lionel telur Edge hafa svikið sig og skýtur hann. Í ljós kom að Hellen reyndi að drepa Lex. Lex hjálpar Jonathan og Mörthu að kaupa býlið aftur.

- Titillinn þýðir "Fönix"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: James Marshall

„Extinction“ 15. október 2003 47 – 303

Sama daginn og Clark byrjar aftur í Smallville High byrjar Van McNulty að veiða loftsteinfrík. Þegar hann sér Clark grípa byssukúlu með beri hendinni telur hann Clark vera loftsteinafrík. Hann uppgötvar veikleika Clarks og býr til kryptonítbyssukúlur. Lex byrjar aftur að vinna hjá LuthorCorp.

- Titillinn þýðir "Útrýming"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Michael Katleman

„Slumber“ 22. október 2003 48 – 304

Sarah Conroy er ung stelpa í dái sem flytur í gamla húsið hennar Lönu. Skyndilega birtist hún í draumum Clarks og biður hann um hjálp. Clark og Lana komast að því að fændi hennar heldur henni í efnadái svo hann geti fengið líftryggingu foreldra hennar.

- Titillinn þýðir "Blundur"

Höfundur: Drew Z. Greenberg, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Perry“ 29. október 2003 49 – 305

Perry White, fyrrum blaðamaður hjá Daily Planet og Pulitzer-verðlaunahafi vinnur nú slúðurblaðamaður. Hann kemur til Smallville til að vinna frétt um loftsteinregnið. Sólgos veldur því að Clark missir stjórn á eiginleikum sínum og Perry sér þetta og ákveður að sanna að Clark hafi ofurkrafta. Lex fer í sálfræðimeðferð út áfallinu á eyðieyjunni. Í lokin sér Perry að Clark er bara eðlilegur en hugrakkur strákur og ákveður að gerast blaðamaður á ný. Clark uppgötvar að gula sólin sé uppspretta ofurkraftana sinna.

Höfundur: Mark Verheiden, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Relic“ 5. nóvember 2003 50 – 306

Gamall frændi Lönu sem situr í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonuna sína Louise á 7. áratugnum sýnir henni mynd af morðingjanum sem líkist Clark. Clark uppgötvar að þetta var faðir sinn, Jor-El. Hann hjálpar Lönu að leysa málið. Lex kemst að því að Lionel myrti kannski foreldra sína fyrir líftrygginguna.

- Titillinn þýðir "Minjagripur"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Marita Gabriak

„Magnetic“ 12. nóvember 2003 51 – 307

Lana hittir Seth Nelson sem getur haft áhrif á segulsvið heila fólks og fær Lönu til að falla fyrir sér. Clark verður öfundsjúkur og reynir að bjarga henni frá Seth. Lex uppgötvar að Chloe er að rannsaka föður sinn og býðst til að vernda hana.

- Titillinn þýðir "Segulmagnaður"

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: David Jackson

„Shattered“ 19. nóvember 2003 52 – 308

Lex hegðar sér mjög undarlega og telur að faðir sinn sé að reyna að drepa sig fyrir að rannsaka dauða afa síns og ömmu. Clark veit ekki hvort Lex sé heill á geði, sérstaklega þegar hann segir að Morgan Edge sé á lífi og lét breyta andlitinu sínu. Í ljós kemur að Lionel lét byrla Lex lyf sem gerði hann ofsókar brjálaðan. Clark reynir að bjarga Lex frá Morgan Edge en þarf að sýna Lex ofurkraftana sína. Í lokin trúir enginn Lex og hann er settur á geðveikrahæli.

- Titillin þýðir "Brotinn" þ.e.a.s. hugur Lex er brotinn.

Höfundur og leikstjóri: Kenneth Biller

„Asylum“ 14. janúar 2004 53 – 309

Lex er lokaður inni á Belle Reve-geðveikrahælinu og Clark kemst að því að Lionel ætlar láta Lex í raflostmeðferð til að gleyma morðrannsókninni á afa sínum og ömmu. Clark reynir að brjóta Lex út en gamlir óvinir Clarks (Eric Summers, Ian Randall og Van McNulty) ætla að hefna sín á honum. Lana hittir Adam Knight í sjúkraþjálfun.

- Titillinn þýðir "Hæli"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Greg Beeman

„Whisper“ 21. janúar 2004 54 – 310

Clark reynir að stöðva rán í skartgripabúð með hitageislasjón sinni en næla úr kryptoníti sendir geislana tilbaka og Clark verður blindur. En í þessu ástandi fær hann nýjan hæfileika: ofurheyrn. Clark notar hana óvart til að hlera samtal Chloear og Lionels og kemst Clark að því að Chloe hefur verið að færa Lionel upplýsingar um sig. Clark þarf að læra að nota ofurheyrnina þegar Pete er rænt. Lana er komin úr sjúkraþjálfun.

- Titillinn þýðir "Hvísl"

Höfundur: Ken Horton, Leikstjóri: Thomas J. Wright

„Delete“ 28. janúar 2004 55 – 311

Einhver er að reyna að drepa Chloe og sendir vinum hennar dáleiðandi tölvupóst til þess. Clark og Lex komast að því að Dr. Garner er að reyna drepa Chloe svo ljóstri ekki upp vafasamar rannsóknir þeirra. Lex gerir samning við Garner um að hjálpa honum að fá minnið aftur sem faðir hans lét eyða með raflostmeðferðinni. Lana leyfir Adam að búa í íbúðinni fyrir ofan Talon-kaffhúsið.

- Titillinn þýðir "að eyða"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Pat Williams

„Hereafter“ 4. febrúar 2004 56 – 312

Jordan Cross er strákur sem hefur loftsteinakraft sem sýnir honum hvernig fólk deyr ef hann snertir það. Þegar Clark bjargar manni sem Jordan sagði að mundi deyja breytist dauði Lönu og vinkonu hennar. Chloe grunar að það sé eitthvað bogið við Adam og finnur sprautu með óþekktum vökva hjá honum. Jordan snertir Adam og kemst að því að hann dó. Í enda þáttarins fær Jonathan hjartaáfall

- Titillinn þýðir "Framhaldslíf"

Höfundar: Mark Verheiden og Drew Z. Greenberg, Leikstjórar: Greg Beeman og James Marshall

„Velocity“ 11. febrúar 2004 57 – 313

Clark telur hjartaáfallið stafi af ofurkröftunum sem Jor-El gaf Jonathan og kennir sér um. Pete tekur þátt í hættulegum kappökstrum en gæti verið í lífshættu þegar hann skuldar kappasktursstjónandanum Jason Dante 50 þúsund dali. Clark þarf að brjóta lögin til að bjarga Pete. Chloe og Lex komast að því að efnið sem Adam sprautaði sig með er unnið úr óþekktu blóði sem finnst ekki í neinu dýri á jörðinni. Lex talar við Dr. Liu Teng hjá Metron-rannsóknarstofunni sem ku hafa búið efnið til. Lana finnur grein sem sannar að Adam dó fyrir nokkrum mánuðum síðan úr sjaldgjæfum lifrasjúkdómi og Adam biður hana að segja engum frá þessu.

- Titillinn þýðir "Hraði"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Jeannot Szwarc

„Obsession“ 18. febrúar 2004 58 – 314

Clark neyðist til nota kraftana sína fyrir Aliciu Baker til að bjarga henni. Hún hefur loftsteinakraft sem leyfir henni að flytja sig hvert sem er (teleportation). Lana uppgötvar dagbók Adams þar sem hann skrifar mikið um Clark og Lönu. Lana rekur Adam úr íbúðinni. Bráðum verður Alicia öfundsjúk út í Lönu og ákveður að drepa hana svo hún geti haft Clark út af fyrir sig. Clark kemst að því að Alicia kemst ekki í gegnum blý. Í endanum á þættinum komumst við að Lionel lífgaði Adam við svo hann gæti njósnað um Clark.

- Titillinn þýðir "Þráhyggja"

Höfundur: Holly Harold, Leikstjóri: James Marshall

„Resurrection“ 25. febrúar 2004 59 – 315

Þegar Jonathan þarf að fara í hjartaskurðaðgerð vingast Clark við Garrett Davis sem er að bíða eftir að eldri bróðir sinn Vince fái nýja lifur. Vince deyr og sendur til Metron-rannsóknarstofunnar og Dr. Teng lífgar hann við með sama efni Adam var með. Vince finnur bróður sinn en getur bara lifað í 12 stundir. Garrett tekur spítalan í gíslingu með kryptonítsprengju nema Vince fái lifur. Clark reynir að finna mótefnið og kemst að því að það er unnið úr blóðinu sínu.

- Titillinn þýðir "Endurlífgun"

Höfundar: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Crisis“ 3. mars 2004 60 – 316

Clark fær símtal frá Lönu úr framtíðinni þar sem að hún er drepin af Adam. Clark og Lex komast að því að Adam hefur drepið Dr. Teng og sloppið. Clark tekst að bjarga Lönu frá Adam og áður en Adam deyr segir hann að Lionel hafði sent sig til að njósna um Clark. Lex er kennt um morðið á Dr. Teng og hann gerir samning við alríkislögreglumanninn Loder um að hjálpa þeim að handsama föður sinn. Í endanum kemur í ljós að Lionel hefur greinst með ólæknalegan lifrasjúkdóm og leitar að lækningu.

- Titillinn þýðir "Hættuástand" eða bara "Krísa"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Kenneth Biller

„Legacy“ 14. apríl 2004 61 – 317

Clark uppgötvar að Jor-El er að hafa samband við Jonathan og hann vill ekki segja Clark um hvað málið snýst. Lionel gerir samning við Virgil Swann. Lex hjálpar alríkislögreglunni rannsaka Lionel en Loder telur Clark áhugaverðari. Lana ákveður fara til Parísar.

- Titillinn þýðir "Arfleið"

Höfundur: Jeph Loeb, Leikstjóri: Greg Beeman

„Truth“ 21. apríl 2004 62 – 318

Þegar Chloe brýst inn í LuthorCorp-rannsóknarstofu smitast hún af efni sem gerir henni kleift að fá alla nema Clark að segja satt. Hún notar þetta til að taka viðtal við kennara sem viðurkennir hún sé á flótta frá yfirvöldum vegna morðs og kemst að Pete er ástfanginn af henni. Hún notar hæfileikan líka til að taka upp Lionel játa að hafa fengið Morgan Edge að myrða foreldra sína fyrir líftrygginguna. Clark kemst að því að efnið á eftir verða Chloe að bana nema hann gefi henni mótefnið.

- Titillinn þýðir "Sannleikur"

Höfundur: Drew Z. Greenberg, Leikstjóri: James Marshall

„Memoria“ 28. apríl 2004 63 – 319

Minningaupprifjanir Lex hjá Dr. Garner fá hann til detta inn og úr bældum minningum. Clark óttast að Lex uppgötvi leyndarmálið sitt og fær Lionel til að hjálpa sér. Lionel og Garner skipta út Lex fyrir Clark og hann upplifir fyrstu minninguna sína um móður sína Löru. Lex kemst að því hver drap litla bróður sinn. Lionel taldi Lex sekan og það sundraði sambandi þeirra.

- Titillinn þýðir "Minning" á latínu

Höfundar: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Miles Millar

„Talisman“ 5. maí 2004 64 – 320

Jerimiah Holdsclaw, aðstoðarmaður Willwobrooks prófessors, fær kryptonska ofurkrafta þegar hann snertir stjörnuhnífinn í Kawachi-hellinum. Jerimiah telur sig vera Naman og að Lionel sé Sageeth, erkióvinur Namans. Clark ákveður stöðva hann en þegar kryptonít virkar ekki verður Clark að taka hnífinn af honum. Á meðan selja Lex og Lana Talon-kaffihúsið og Chloe kemst að því að foreldrar Petes eru að skilja.

- Titillinn þýðir "Verndargripur"

Höfundur: Kenneth Biller, Leikstjóri: John Schneider

„Forsaken (hluti 1)“ 12. maí 2004 65 – 321

Áður en Lana fer til Parísar ákveður Clark að bjóða Lönu út að borða en Emily Dinsmore snýr aftur sem táningsstelpa og rænir Lönu svo þær geta verið vinkonur að eilífu. Lionel ræður Loder til að rannsaka Clark og hann rænir Pete og yfirheyrir hann. Lex bjargar honum og afhendir Loder játningu Lionels frá Chloe og Lionel er handtekinn. Pete ákveður að yfirgefa Smallville svo hann kjafti ekki frá leyndarmáli Clarks.

- Titillinn þýðir "Yfirgefin(n)"

Höfundar: Kelly Souders og Brian Peterson, Leikstjóri: Terrence O'Hara

„Covenant (hluti 2)“ 19. maí 2004 66 – 322

Ung kona kemur að Kent-býlinu og segist heita Kara og er frænka Kal-Els frá Krypton. Hún segir að hún eigi að flytja Clark til Jor-El svo hann geti uppfullt örlög sín og varar Clark að vinir hans munu svíkja og yfirgefa hann. Í ljós kemur að Jonathan gerði sáttmála við Jor-El um að ef hann gæfi Jonathan krfatinn til að fá Clark heim ætti hann færa Clark honum þegar hann hefði samband. Jonathan treystir ekki Köru og lætur Chloe athuga fingraförin hennar. Lana biður Clark að skutla sér á flugvöllinn og Clark ákveður að gerast vitni í réttarhaldi Lionels. Lionel sendir Clark lykla að þráhyggjuherbergi Lex um Clark. Clark sér að Lex er enn að rannsaka sig og segir Lex að vináttu þeirra sé lokið en fer samt í vitnastúkuna og hjálpar að fá Lionel dæmdan. Clark nær ekki að skutla Lönu og hún fer til Parísar án þess að kveðja. Clark ákveður að fara með Köru í Kawachi-hellana. Jonathan fær fingrafaraupplýsingarnar frá Chloe og í ljós kemur að Kara er í mannvera að nafni Lindsay Harrison og týndist í loftsteinaregninu. Jonathan telur Jor-El hafa heilaþvegið hana og gefið henni ofurkrafta til að plata Clark. Þegar Jonathan upplýsir Clark þetta hótar Jor-El að drepa Jonathan nema Clark hlýði. Clark hverfur inn í hellisvegginn, Jonathan fer í dá, kryptonskt merki brennist akrinum fyrir utan Kent-býlið, Lex er byrlað eitur og þegar Chloe og faðir hennar ganga inn í vitnaverndarhúsið springur það í loft upp...

- Titillinn þýðir "Sáttmáli"

Saga: Todd Slavkin og Darren Swimmer, Handrit: Alfred Gough og Miles Millar, Leikstjóri: Greg Beeman