Smáíbúðahverfið

hverfi í Reykjavík

Smáíbúðahverfið er íbúahverfi í Reykjavík sem afmarkast af Bústaðavegi til suðurs og Miklubraut til norðurs og Háaleitisbraut til vesturs og Byggðaenda milli Miklubrautar/Reykjanesbrautar/Bústaðarvegar til austurs. Hlutar hverfisins eru í daglegu tali aðgreindir og austasti hlutinn við Bústaðakirkju oft nefndur Bústaðahverfið, miðhlutinn Réttarholt og nyrsti hlutinn við Rauðagerði kallaður Sogamýri.

Réttarholtsvegur þverar hverfið frá suðri til norðurs og Sogavegur tengir hverfið frá austri til vesturs

Almenningssamgöngur eru taldar góðar í Smáíbúðahverfinu, strætisvagnar aka Sogaveg, Miklubraut, Bústaðaveg og Grensásveg en leiðin um Réttarholtsveg hefur nú veri lögð niður.

Réttarholt var áður þekkt kennileiti í Smáíbúðahverfinu og dregur nafn sitt af réttinni sem áður var staðsett í holtinu en er nú horfin. Réttarholtsvegur og Réttarholtsskóli draga enn nafn sitt af réttinni og holtinu. Neðan holtsins til norðurs lá mýrin Sogamýri þar sem áður var bærinn Sogablettur.

Um Borgargerði lá áður tenging til norðurs að Suðurlandsbraut, áður en Réttarholt og Skeiðarvogur voru tengd með umferðarljósum og síðar veglegum mislægum umferðarmannvirkjum sem tengja hverfið við helstu umferðaræðar og verslunarhverfin í Skeifunni og Mörkinni.

[1]

Helstu götur smáíbúðahverfisins

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Kort af Reykjavík http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-4515/ Geymt 25 júlí 2017 í Wayback Machine