Slíðurhyrningar
Slíðurhyrningar eru ætt klaufdýra sem finna má víðs vegar um heiminn, frá Ástralíu til Norðurheimskautsins. Slíðurhyrningar telja bæði villt dýr og húsdýr. Helstu tegundirnar eru bufflar, nautgripir, sauðfé, antilópur og geitur.
Slíðurhyrningar | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Bos Linnaeus, 1758 | ||||||||||
Undirættir | ||||||||||
Stærstu slíðurhyrningarnir eru meira en tvö tonn að þyngd[1] og meira en tveir metrar á herðakambinn en þeir minnstu eru alveg niður í þrjú kílógrömm og varla stærri en venjulegir heimiliskettir. Þeir eiga það sameiginlegt að vera jurtaætur en geta ekki melt beðmi heldur jórtra og nýta sér margar tegundir örvera í meltingarfærum sínum sem brjóta það niður.
Heimild
breyta- ↑ Hassanin, A. (2015). „Systematics and Phylogeny of Cattle“. Í Garrick, D.; Ruvinsky, A. (ritstjórar). The Genetics of Cattle (Second. útgáfa). Oxfordshire, Boston: Cabi. bls. 1–18. ISBN 9781780642215.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist slíðurhyrninga.
Wikilífverur eru með efni sem tengist slíðurhyrninga.