Merki Nepals
(Endurbeint frá Skjaldarmerki Nepals)
Merki Nepals var tekið upp í Nepal í kjölfar borgarastyrjaldarinnar árið 2008. Það er í sósíalískum anda. Í merkinu eru fáni Nepals, Everestfjall, grænar hæðir sem tákna hin frjósömu hæðardrög landsins, handtak konu og karls sem táknar jafnrétti kynjanna, yfir þeim hvítar útlínur landsins. Umhverfis þetta allt er blómsveigur lyngrósar sem er þjóðarblóm Nepals. Neðst er borði með kjörorði Nepals á sanskrít.