Skjaldarmerki Gvæjana

Skjaldarmerki Gvæjana var gefið út af bresku skjaldarmerkjastofnuninni College of Arms 25. febrúar 1966 þegar Gvæjana hlaut sjálfstæði. Áður var merki nýlendunnar Bresku Gvæjana fullreiðaskip, byggt á merki Hollenska Vestur-Indíafélagsins.

Skjaldarmerki Gvæjana

Skjaldarmerkið er með hjálmskúf með fjaðraskrauti sem vísar til frumbyggja Ameríku. Tveir demantar sitt hvorum megin við hjálminn tákna námavinnsluna. Skjaldberar eru tveir jagúarar sem halda á haka, sykurreyr og hrísgrjónagrasi sem vísa til helstu atvinnuvega landsins. Á skildinum eru vatnadrottning (Victoria amazonica), þjóðarblóm Gvæjana, þrjár öldulínur sem tákna þrjú helstu fljót landsins og sígaunafugl (Opisthocomus hoazin) sem er þjóðarfugl landsins. Kjörorð landsins er á borða undir skildinum.