Skinka (tískufyrirbrigði)

Þessi grein fjallar um slanguryrðið, um matartegundina sjá: skinka“.

Skinka er slanguryrði frá síðari hluta 20. aldarinnar notað yfir tískufyrirbrigði sem vísar til útlits- og sjálfsdýrkunar kvenna sem ganga lengra en aðrir í fegrunarleiðum og því að ganga í augun á hinu kyninu og nota til þess oftast einhverjar gerfileiðir. Sem dæmi ofbrúnar, þá oftast með hjálp brúnkukrems eða ljósabekkja, ljóshærðar með aflitun hárs, ofmálaðar, klæðast mjög þröngum flegnum fötum, sem dæmi föt sem eru flegin langt niður á brjóst eða svo stutta toppa að kviðurinn verður ber og margar hafa farið í einhverjar lítaaðgerðir eins og brjóstastækkun. Dæmi um slíka konu er til dæmis Paris Hilton.

Svipað eða samsvarandi hugtak yfir karlmenn er hnakki, eða FMhnakki.

OrðsifjarBreyta

Uppruni orðsins er óljós en nefnt hefur verið skyldleiki við enska orðið skank, en það hefur ekki nákvæmlega sömu merkingu því það vísar fyrst og fremst til lauslætis, en skinka til útlits. Líklegri skýring er að það atriði sem þykir helst einkenna þær konur sem kallaðar eru skinkur er að vera ofbrúnar af of mikilli ljósabekkja- eða brúnkukremsnotkun og að fólki hafi fundist þær líta út eins og skinka í framan.

Önnur slanguryrði um tískufyrirbrigðiBreyta

HeimildirBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.