Með orðinu "skema" er átt við hugræna tákngervingu eða skipulegt þekkingarmynstur í langtímaminninu. Til eru nokkrar gerðir skema. Þar má nefna m.a. sjálfsskema og skema yfir annað fólk, skema yfir hlutverk og skema yfir aðstæður.

Frederick Bartlett (1886-1969) stóð á sínum tíma fyrir mjög svo merkum minnisrannsóknum sem bentu til þess að minnið væri stundum með yfirbragð skapandi hugarstarfs. Það þýðir að minnið hjá fólki skapar oft minningar og vefur því inní einhverja ákveðna reynslu eða atburði. Hann notaði meðal annars þjóðsögur frá indíánum í Ameríku og aðrar sögur fyrir tilraunafólk sitt til að lesa og spurði það síðan út í söguna. Eftir það kom í ljós að fólk átti til að sleppa ákveðnum hlutum úr sögunni og bæta inn í söguna einhverju persónulegu sem hafði gerst í lífi þeirra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.