Skarðsviti
Skarðsviti er 14 metra hár sívalur viti sem stendur rétt sunnan við bæinn Skarð á vesturströnd Vatnsness, við mynni Miðfjarðar, um 7 km norðan við Hvammstanga. Vitinn var reistur árið 1950 eftir sömu teikningu og Æðeyjarviti og tekinn í notkun árið eftir. Ljóseinkenni vitans er Fl(3) WRG 30s (þrjú blikkljós í þrískiptum geisla á 30 sekúndna fresti).