Skýjakerfi umhverfis lægðir
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Þegar heitir og kaldir loftmassar mætast skapast orka þegar kalt og þungt loft þrengir sér undir léttara hlýrra loft. Við það myndast tvennskonar skil, annað hvort hitaskil eða kuldaskil, skilin geta einnig runnið saman og myndað samskil. Við skilin myndast lægðir sem berast með háloftastraumunum. Í báðum tilvikum lyftist hlýja loftið og við það myndast ský og síðan úrkoma. [1]
Lægðir við Ísland
breytaÍsland liggur oft nærri skilum milli hlýrra og kaldra loftmassa, en á þeim myndast flestar lægðir Norður-Atlantshafsins. Eru lægðir því tíðar nálægt landinu, einkum að vetrarlagi. Hreyfast lægðirnar ýmist í norðaustur eða norður fyrir vestan land, eða til austurs og síðan norðausturs fyrir sunnan land. Stundum fara þær alllangt fyrir sunnan landið og hafa lítil áhrif hér. Á Íslandi blæs hvað oftast úr suðaustri, og rignir þá einkum þegar lægðir nálgast úr suðvestri. Skil sem fara yfir Ísland eru oft samskil sem gerir það að verkum að áhrif hlýja loftmassans gætir ekki við yfirborð jarðar nema fyrst þegar lægðin nálgast. Einungis finnum við þá fyrir áhrifum kalda loftmassans.[2]
Skýjamyndun samfara lægðum
breytaVatnsklær
breytaVatnsklær koma fyrst framm hátt í suðvestri eru oft fyrstu merki um lægð. Vatnsklær eru Háský.
Blika
breytaBlika kemur oft í kjölfar Vatnsklóa. Blikan sem er háský þekur allan himininn og mótar oft fyrir sólu í gegnum skýin. Rósbaugur myndast stundum í kring um blikuna, vegna ljósbrots við ískristalla.
Gráblika
breytaGráblika fylgir blikunni á eftir, þegar lægðin dýpkar. Hún er neðar á himninum en blikan og úr þykkri grábliku rignir.
Regnþykkni
breytaÞegar skilin nálgast tekur Gráblikan tekur að þykkna og ringningin ágerist og verður blikan þá að samfelldu þykkni er kallast Regnþykkni.
Þokuský
breytaÞoka er skilgreind sem skigni minna en einn km. Þokuloftið er hlítt og oft fylgir því úði.
Bólstraský
breytaÞegar loftið hlýnar smám saman verður það óstöðugt. Ef það fer yfir hafsvæði tekur það til sín mikinn raka og myndast þá bólstraský.
Skúraský
breytaBólstraský vaxa vegna mikils uppstreimis lofts og verða loks að háreistum skúraskýum. Stundum verða þessi skúraský mikil um sig að haglél fellur úr skýunum sem og líkur á þrumuveðri aukast.
Tilvísanir
breytaHeimild
breyta- Markús Á. Einarsson 1989. Hvernig viðrar?. Iðunn, Reykjavík.
- Markús Á. Einarsson 1976. Veðurfar á Íslandi. Iðunn, Reykjavík.